top of page

Elvar Gunnarsson(1978)

NÁM

ÁHRIF

FERILL

E-MAIL

Áhugi minn á hönnun byrjaði snemma. Fljótlega heillaðist ég af vörumerkjum, letri, formum og litum . Þrátt fyrir það leið góður tími þar til ég svaraði kallinu.

 

Eftir að hafa horft á heimildarmynd um Helvetica leturgerðina ákvað ég að hefja nám í grafískri miðlun 

 

Grafísk hönnun fyrir mér snýst um að miðla hugmynd eða upplýsingum með letri, ljósmyndum, teikningum, formum og litum og þannig eiga sjónræn samskipti við  áhorfandann.

Markmiðið er að fá hann til að kveikja á hugmyndinni og skapa viðbrögð, en hönnunarvinnan  snýr að  myndbyggingu og útlitslegri framsetningu efnisins sem krefst samhengis og óslitinni tengingu við hugmyndina og efni hennar.

 

Þetta gerir grafíska hönnun áhugaverða fyrir mér

 

Einfaldleiki grunnformanna hefur alltaf heillað mig. Þau veita hönnun minni innblástur sem og vandaðar leturgerðir. Ég reyni að byggja verk mín á aga og nákvæmri grind með það að markmiði að nálgast  vitræna og hreina lausn sem gengur upp og hefur fagurfræðilegt gildi.

 

Lausnin þarf að vera viðeigandi og miðla hugmyndinni á hlutlægan og spennandi hátt  en umfram allt hafa langan endingartíma. 

Ég sækist eftir að rannsaka viðfangsefni mitt, skilja eðli þess og draga fram bestu mögulega lausn.

Grafískir hönnuðir sem hafa haft áhrif á mig og veitt mér innblástur. Þeir eru m.a. upphafsmenn að hugmyndafræði sem rekja má til swiss 1950-1960 sem kallast "swiss style", eða eru undir áhrifum hans að einhverju leyti.

Josef Muller Brockman

Armin Hofmann

Massimo Vignelli
 

2017-2024

 

Merkjahönnun

útlitshönnun

Mörkun

Vefhönnun

Hönnunar og umbrotsvinna á prentuðu efni

Sýningarhönnun

Upplýsingahönnun

Vöruhönnun

2019-2024 LG // Litla Gallerý

 

Gallerí stjórnandi

Hönnun og umsjón á sjónrænu heildarauðkenni LG

Aðstoð við sýningarstjórn og uppsetningu sýninga

bottom of page